Benítez: Góður sigur á erfiðu liði

Steven Gerrard innsiglar sigur Liverpool án þess að Ryan Nelsen …
Steven Gerrard innsiglar sigur Liverpool án þess að Ryan Nelsen miðvörður Blackburn komi vörnum við. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir sigruðu Blackburn á útivelli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni og héldu þar með toppsætinu, stigi á undan Chelsea.

„Við vissum að það væri mjög erfitt að spila gegn Blackburn. Við reyndum að halda boltanum sem mest og spila, vissulega sköpuðum við okkur ekki mörg færi en þau sem við fengum voru opin. Fyrsta markið gerði gæfumuninn," sagði Benítez en leikurinn var markalaus framá 68. mínútu þegar Xabi Alonso braut ísinn.

Benítez setti Robbie Keane og Albert Riera útúr byrjunarliðinu en skaut sér undan því að svara spurningum um ástæður þess: „Liðið stóð sig vel, við skoruðum þrjú mörk og erum allir mjög ánægðir," svaraði Spánverjinn fréttamönnum eftir leikinn á Ewood Park.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert