Brynjar tryggði Reading sigur

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði markið sem réð úrslitum í Barnsley.
Brynjar Björn Gunnarsson skoraði markið sem réð úrslitum í Barnsley. www.readingfc.co.uk

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark Reading í dag þegar liðið vann dýrmætan útisigur á Barnsley, 1:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu.

Reading var manni færri frá og með 35. mínútu þegar Jimmy Kebe var rekinn af velli. Brynjar Björn kom inná sem varamaður á 56. mínútu og á 64. mínútu skoraði hann sigurmarkið. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Burnley sem lagði Sheffield United á útivelli, 3:2.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry sem gerði jafntefli, 2:2, við Nottingham Forest á heimavelli.

Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR sem tekur á móti toppliði Wolves kl. 17.20.

Wolves er á toppnum með 47 stig, Birmingham er með 44, Reading 40 og Burnley er í fjórða sæti með 36 stig. Coventry er í 17. sætinu með 25 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert