Heiðar Helguson og félagar í QPR styrktu stöðu sína í toppbaráttu ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar þeir sigruðu topplið Wolves, 1:0, á heimavelli sínum, Loftus Road, í dag.
Heiðar var í fremstu víglínu og lék í 77. mínútu en þá kom varnarmaður í hans stað. Martin Rowlands skoraði sigurmark QPR á 63. mínútu og liðið lyfti sér uppí 7. sæti deildarinnar með 32 stig. Wolves er áfram á toppnum og er með 47 stig en Birmingham er með 44 og Reading 40 stig.