United krækti í þrjú stig

Dimitar Berbatov hjá Man.Utd skýtur að marki Sunderland en Danny …
Dimitar Berbatov hjá Man.Utd skýtur að marki Sunderland en Danny Collins er til varnar. Reuters

Manchester United sótti án afláts þegar liðið tók á móti Sunderland í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en náði ekki að skora fyrr en komið var fram í uppbótartíma, 1:0. Þrjú stig í sarpinn hjá United.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli þrátt fyrir stanslausa sókn United, en varnarmaðurinn Nemanja Vidic náði að skora eftir að boltinn hafði hrokkið stöngina á marki Sunderland og þaðan út í markteiginn.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga Manchester United.

Þar með unnu fjögur efstu lið deildarinnar öll og staðan á toppnum breyttist því ekki í dag.

Lið Man.Utd: Van der Sar - Rafael, Ferdinand, Vidic, Evra - Park, Fletcher, Carrick, Ronaldo - Berbatov, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Anderson, Giggs, Nani, Evans, Tévez.

Ricky Sbragia stýrði liði Sunderland í fyrsta skipti en hann tók við til bráðabirgða eftir að Roy Keane sagði af sér sem knattspyrnustjóri félagsins á fimmtudaginn. Sbragia var um skeið þjálfari hjá Manchester United.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert