Með sigri eða jafntefli á miðvikdaginn gegn AaB hefur Manchester United leikið 19 leiki í röð án ósigurs í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þar með jafnar liðið Bayern München og Ajax sem bæði léku 19 leiki án ósigurs í meistaradeildinni fyrir nokkrum árum síðan.
Manchester United hefur nú leikið 18 leiki án taps í röð, unnið 11 og gert sjö jafntefli. Bayern München vann 13 leiki og gerði sex jafntefli áður að taleik, 2:0, kom á móti Real Madrid 10. apríl 2002.
Ajax lék 19 leiki án taps frá 14. september 1994 þangað til 3. apríl 1996. Þá varð liðið að sætt sig við 1:0 tap fyrir Panathinaikos.