Arséne Wenger, þjálfari Arsenal, segir Emmanuel Eboue hefja leik gegn Porto í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, þrátt fyrir hörmulega frammistöðu gegn Wigan um helgina, hvar hann kom inn á sem varamaður, en var tekinn útaf sökum undarlegra ákvarðana.
Eboue hefur verið meiddur í sex vikur, en neyddist til að koma inn á gegn Wigan, vegna meiðsla Samir Nasri. Eboue lék í klukkustund áður en hann var tekinn útaf, en þá höfðu aðdáendur Arsenal byrjað að púa á leikmanninn fyrir lélega frammistöðu.
„Aðdáendurnir studdu liðið, en ekki Eboue. Á tímabili gat hann einfaldlega haldið boltanum. En ég held að hann muni spila á miðvikudaginn. Ég mun auðvitað tala við hann um þetta, eins og allir í liðinu,“ sagði Wenger.