Ferguson: Meiri vandvirkni nauðsynleg

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir nýtingu leikmanna sinna á marktækifærum vera óviðunandi. Þeir verði að gera betur og nýta fleiri marktækifæri en raun hefur verið á í haust. Þetta sagði Ferguson eftir leik Manchester United og AaB í meistaradeild Evrópu í gær, þar sem nokkrir möguleikar á mörkum urðu að engu.

„Þetta er áhyggjuefni. Hvort sem kæruleysi eða einhverju öðru er um að kenna þá misfarast of mörg marktækifæri hjá okkur, leik eftir leik," segir Ferguson.

„Ef ekki verður breyting á til batnaðar verður þetta okkur að falli, fyrr eða síðar," segir Skotinn sigursæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert