Verður Rooney beittur refsingu?

Wayne Rooney framherji Manchester United.
Wayne Rooney framherji Manchester United. Reuters

Wayne Rooney framherji Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins fyrir viðskipti sín við leikmenn Álaborgar en liðin áttust við í Meistaradeildinni á Old Trafford í gærkvöld.

Kasper Risgård sakar Rooney um að hafa traðkað á sér og fleiri leikmenn danska liðsins kvörtuðu undan Rooney sem jafnaði metin fyrir Evrópumeistaranna í byrjun seinni hálfleiks en leik liðanna lyktaði með 2:2 jafntefli. 

,,Ég held að dómarinn hafi ekki séð atvikið en það verðskuldaði rautt spjald. Þar sér á mér eftir það og ég held að þetta líti ekki vel út í sjónvarpinu. Þá varð annað atvik í leiknum sem einn okkar leikmaður varð fyrir meiðslum eftir að Rooney setti handlegginn í hann. En svona hlutir geta gerst í fótboltanum og hann kom til mín og baðst afsökunar,“ sagði Risgård eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert