Wayne Rooney framherji Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins fyrir viðskipti sín við leikmenn Álaborgar en liðin áttust við í Meistaradeildinni á Old Trafford í gærkvöld.
Kasper Risgård sakar Rooney um að hafa traðkað á sér og fleiri leikmenn danska liðsins kvörtuðu undan Rooney sem jafnaði metin fyrir Evrópumeistaranna í byrjun seinni hálfleiks en leik liðanna lyktaði með 2:2 jafntefli.
,,Ég held að dómarinn hafi ekki séð atvikið en það verðskuldaði rautt spjald. Þar sér á mér eftir það og ég held að þetta líti ekki vel út í sjónvarpinu. Þá varð annað atvik í leiknum sem einn okkar leikmaður varð fyrir meiðslum eftir að Rooney setti handlegginn í hann. En svona hlutir geta gerst í fótboltanum og hann kom til mín og baðst afsökunar,“ sagði Risgård eftir leikinn.