Nýliðar Hull City gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli gegn Liverpool á Anfield í dag þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Hull komst í 2:0 en Steven Gerrard jafnaði metin fyrir heimamenn með tveimur mörkum.
Paul McShane kom Hull í 1:0 og Jamie Carragher varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma nýliðunum í 2:0. Steven Gerrard tók þá til sinna ráða en fyrirliðinn jafnaði metin tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur.
Liverpool sótti án afláts í seinni hálfleik en tókst ekki að skora fleiri mörk og því varð liðið að sætta sig við sitt fjórða jafntefli á heimavelli á leiktíðinni. Liverpool hefur tveggja stiga forskot á Chelsea sem á leik til góða.
Aston Villa komst uppfyrir Arsenal í fjórða sæti deildarinnar eftir 4:2 sigur á Bolton. Gabriel Agbonlahor skoraði tvö marka Aston Villa, Ashley Yong skoraði eitt og Kevin Davies skoraði sjálfsmark. Davies skoraði einnig fyrir Bolton sem og Johan Elmander sem kom Bolton í 1:0. Grétar Rafn Steinsson var að vanda í byrjunarliði Bolton.
Tim Cahill var hetja Everton en Ástralinn skoraði sigurmarkið gegn Manchester City á útvelli í uppbótartíma.
Leikjunum sem var að ljúka voru öll gerð góð skil í beinni textalýsingu hér að neðan.
Liverpool - Hull City bein lýsing
Aston Villa - Bolton bein lýsing
Man City - Everton bein lýsing
Stoke - Fulham bein lýsing
Sunderland - WBA bein lýsing
Wigan - Blackburn bein lýsing