Jóhannes Karl og Heiðar á skotskónum

Heiðar Helguson skoraði sitt fyrsta mark fyrir QPR í dag.
Heiðar Helguson skoraði sitt fyrsta mark fyrir QPR í dag. Reuters

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Burnley þegar liðið sigraði Southampton, 3:2, í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes skoraði annað og þriðja mark liðsins, það fyrra með skalla og það seinna með skoti af stuttu færi en Burnley komst í 3:0 á fyrstu 12 mínútum leiksins.

Heiðar Helguson opnaði markareikning sinn fyrir QPR sem gerði 1:1 jafntefli við Plymouth á útivelli. Heiðar kom QPR yfir með góðu skoti í teignum á 16. mínútu en heimamönnum tókst að jafna metin undir lokin.

Ívar Ingimarsson lék allan tímann fyrir Reading og Brynjar Björn Gunnarsson síðustu 20 mínúturnar þegar Reading lagði Norwich.

Aron Einar Gunnarsson lék með Coventry allan tímann sem tapaði 2:1 gegn Watford á útivelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert