Zola sagður hóta að hætta

Gianfranco Zola tók við starfi knattspyrnustjóra West Ham fyrir þremur …
Gianfranco Zola tók við starfi knattspyrnustjóra West Ham fyrir þremur mánuðum.

Breska blaðið News of the World segir í dag, að Gianfranco Zola hóti að hætta sem knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins West Ham ef liðið stendur ekki við  loforð sem hann fékk þegar hann tók starfið að sér. 

„Mér er sagt, að félagið muni ekki breyta áætlunum sínum en við skulum sjá til. Ef þeir segja mér, að þeir verði að breyta um stefnu yrði ég að íhuga minn gang því þá hefði staðan breyst."

Blaðið segir að Zola óttist, að liðið þurfi að selja bestu leikmenn sína, m.a. vegna þess að aðaleigandi liðsins, Björgólfur Guðmundsson, eigi í fjárhagsvandræðum vegna bankahrunsins á Íslandi og liðið á einnig yfir höfði sér háa sekt vegna svonefnds Téves-máls. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert