Rafael Benítez.
Rafael Benítez. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöld en hann gekkst undir aðgerð í dag vegna nýrnasteina. Um minniháttar aðgerð var að ræða og er reiknað með að Benítez verði kominn til starfa síðar í vikunni en Liverpool sækir Arsenal um næstu helgi í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Benítez er annar knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem gengst undir aðgerð á skömmum tíma vegna nýrnasteina en Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, þurfti að fara undir hnífinn í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert