Manchester United komið í úrslitaleikinn

Carlos Tévez skoraði fyrsta markið og á hér í höggi …
Carlos Tévez skoraði fyrsta markið og á hér í höggi við Tomokazu Myojin. Reuters

Leik Manchester United og Gamba Osaka í seinni undanúrslitaleik heimsbikarins í knattspyrnu, sem fram fer í Japan, er nú lokið. United sigraði 5:3 og er því komið í úrslitaleikinn gegn LDU de Quito sem fram fer á sunnudag.

Leikurinn var fjörugur, sérstaklega í síðari hálfleik. United leiddi 2:0 í hálfleik, en Osaka minnkaði muninn á 74. mínútu. Þá svaraði Rooney strax með marki á 75. mínútu áður en Fletcher kom Evrópumeisturunum í 4:1. Rooney kom United síðan í 5:1, en Endo minnakði muninn úr víti, eftir að Gary Neville handlék knöttinn í vítateignum á 85. mínútu. Það var svo Hideo Hashimoto sem lagaði stöðuna fyrir Asíumeistarana í blálokin með marki á 94. mínútu.

94. Leik lokið.  

93. Gult spjald á Yamaguchi í liði Osaka.

91. Mark!!! Hashimoto skorar fyrir Osaka. 

83. Víti og mark!!! Gary Neville handleikur knöttinn í teignum og Endo skorar úr vítinu.

82. Rooney fær að líta gula spjaldið. 

79. Mark!!! Rooney bætir við fimmta markinu.  

78. Mark!!! Fletcher skorar og staðan er 4:1. 

75. Mark!!! Rooney svarar strax fyrir Manchester. 

74. Mark!!! Yamazaki skorar fyrir Oasaka.  

74. Skipting: Tevéz er tekinn út af og Wayne Rooney kemur inn á. Manchester hefur klárað allar skiptingar sínar. 

70. Skipting:Vidic fer útaf í staðinn fyrir Evans hjá Manchester United. 

68. Skipting: Fletcher kemur inn á í staðinn fyrir Scholes. 

52. Tevéz kemur boltanum framhjá Yosuke í markinu, en er dæmdur rangstæður.  

50. Seinni hálfleikur er hafinn. Scholes á skot sem fer í varnarmann, en skömmu áður átti Yasuda skot framhjá í liði Osaka. United byrjar þó betur og gerir sig líklega við mark andstæðingana.

46. Mark!!! Ronaldo skorar. Hornspyrna frá hægri tekin af Ryan Giggs og Ronaldo skorar úr skalla. Önnur stoðsending Giggs í leiknum og United er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn.

45.  Ferdinant gerir mistök og Bando fær boltann frá honum skammt utan vítateigs, en skotið fer yfir.

35. Allur vindur virðist úr Osaka-mönnum og ná þeir ekki að halda boltanum innan liðsins. United er hinsvegar líklegt til að bæta við öðru marki. 

29. Mark!!! Nemanja Vidic skorar fyrsta markið. Ryan Giggs með aukaspyrnu og Vidic skallar í markið.

25. United er mun meira með boltann og virðist mark frá þeim liggja í loftinu. Lið Osaka er þó sýnd veiði en ekki gefin og getur reynst hættulegt í skyndisóknum. United hefur verið 56% með boltann og átt 3 skot sem hittu markið.

10. United er meira með boltann og hefur komið tveimur skotum á markið, líkt og leikmenn Osaka, í hröðum leik. Ronaldo átti hættulega aukaspyrnu, en Osaka fóru strax í sókn og Bando komst einn í gegn, hvar Van der Sar náði að verja.

Byrjunarlið Manchester United:

Van der Sar, Gary Neville, Patrice Evra, Rio Ferdinant, Nemanja Vidic, Anderson, Paul Scholes, Nani, Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs, Carlos Tévez.

Lið Gamba Osaka:

Fujigaya, Nakazawa, Yamaguchi, Endo, Lucas, Bando, Yasuda, Myojin, Kaji, Hashimoto, Yamazaki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka