Ronaldo orðaður við Real enn og aftur

Ronaldo gæti verið á leið til Spánar, ef marka má …
Ronaldo gæti verið á leið til Spánar, ef marka má fregnir El Mundo. Reuters

Sagan endalausa um möguleg félagsskipti Cristiano Ronaldo til Real Madrid virðist hvergi nærri búin, enda endalaus. Nú vitnar spænska pressan í orð stjórnanda hjá Real, sem segir samninginn borðliggjandi.

Dagblaðið El Mundo vitnar í orð Pedro Trapote, stjórnanda hjá Real, sem segir að liðið hafi samið við Ronaldo, en megi ekki greina frá því.

„Ef þú spyrð mig hvað við munum gera núna, þá myndi ég segja þér að við höfum þegar samið við þann allrabesta í boltanum fyrir næsta sumar,“ sagði Trapote við blaðamann El Mundo eftir tapleikinn gegn Barcelona.

„Sá allrabesti er Ronaldo. Það er enginn annar. En það er fyrir bestu að við segjum ekkert um málið að svo stöddu. Það eru klásúlur í samningnum sem banna okkur að tilkynna þetta strax,“ sagði Trapote við blaðamanninn.

Hvort blaðamaðurinn hafi brugðist trausti Trapote, eða einfaldlega reynt að sprengja háræð í nefi Sir Alex Ferguson með því að halda sögunni endalausu við, skal ósagt látið, en ljóst er að Real Madrid er hvergi nærri hætt í refskákinni um Ronaldo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert