Benitez vill skipta á Pennant og Lennon

Lennon gæti verið á leið til Liverpool, en það yrði …
Lennon gæti verið á leið til Liverpool, en það yrði ekki í fyrsta skipti sem maður að nafni Lennon kætti hjörtu borgarbúa. Reuters

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sagður ætla að fá Aaron Lennon frá Tottenham, í skiptum fyrir Jermaine Pennant þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar.

Benitez er sagður ætla að skipta á Pennant, sem hefur ekki náð aðfesta sig í sessi á Anfield, auk þess að bjóða sjö milljónir punda á milli. Pennant á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum og má því semja við önnur félög án þess að Liverpool fái greiðslu fyrir.

Bæði Blackburn og Stoke eru sögð áhugasöm um Pennant, en ekki er víst aðleikmaðurinn vilji fara til liða af þeirri stærðargráðu. Hinsvegar gæti Lundúnarlífið hjá Tottenham verið freistandi fyrir leikmanninn, enda er Harry Redknapp kunnur aðdáandi kappans, en hann reyndi að kaupa Pennant síðasta sumar, þegar hann stýrði Portsmouth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert