Ramos hefði viljað sleppa við Liverpool

Juande Ramos hefði viljað mæta öðru liði en Liverpool.
Juande Ramos hefði viljað mæta öðru liði en Liverpool. Reuters

Juande Ramos, þjálfari spænsku meistaranna Real Madrid, kveðst feginn hefði viljað sleppa við að mæta enska toppliðinu Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðin drógust saman í dag.

„Við erum ekki ánægðir með þá mótherja sem við fengum og ég geri ráð fyrir að Liverpoolmenn séu það ekki heldur. Rafa Benítez þekkir Real Madrid mjög vel og ég þekki líka Liverpool og Benítez síðan ég  var í Englandi," sagði Ramos við fréttamenn en hann var rekinn frá  Tottenham fyrr í vetur og tók við Real Madrid á dögunum.

„Liverpool er mjög heilsteyptur og erfiður mótherji, með nokkra mjög góða leikmenn í sínum röðum. En Real Madrid má ekki óttast neitt og við eigum jafna möguleika á við þá á að komast áfram," sagði Ramos.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert