Varnarmaðurinn sterki hjá Chelsea, John Terry, segir ekkert geta bætt fyrir vonbrigðin sem hann varð fyrir er hann tapaði fyrir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta keppnistímabili.
Aðspurður hvort þeir sex bikarar sem hann hefur unnið til með félaginu bæti ekki skaðann að einhverju leyti, svaraði hann:
„Jú jú, allir nema einn. En ég er þó nokkuð örvæntingarfullur í að vinna Meistaradeildina, sérstaklega í ljósi þess hvernig fór síðast,“ segir Terry, sem vonast til að geta spilað í 10 ár í viðbót, en leikmaðurinn er 28 ára gamall.
„Vonandi hef ég það í mér,“ sagði Terry.