Fernando Torres verður ekki með Liverpool gegn Arsenal á Emirates Stadium á sunnudaginn í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Spænski framherjinn er ekki búinn að jafna sig af meiðslum í læri en hann tognaði enn og aftur í síðasta mánuði.
,,Hann er byrjaður að æfa og farinn að hlaupa en hann er ekki klár í slaginn á móti Arsenal. Við viljum að hann verði búinn að ná sér alveg 100% áður en hann snýr til baka inn á völlinn,“ segir Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, á vef félagsins.
,,Ég ber mikla virðingu fyrir liði Arsenal og ég afskrifa ekkert lið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Sérstaklega ekki lið eins og það sem Arsenal hefur á að skipa,“ sagði Lee.
Enginn frekari meiðsli eru í herbúðum Liverpool en hjá Arsenal er Kolo Toure en þeir Theo Walcott og Tomas Rosicky eru enn á sjúkralistanum.
Liverpool stefnir að því að vinna sinn fyrsta útisigur á Arsenal í níu leikjum en eini sigurleikur liðsins í 10 útileikjum gegn Arsenal leit dagsins ljós fyrir átta árum þegar Titi Camara skoraði eina mark leiksins.