Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1

Robin Van Persie er hér að þruma knettinum í mark …
Robin Van Persie er hér að þruma knettinum í mark Liverpool. Reuters

Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar þessa helgina en liðin áttust við á Emirates Stadium. Robin van Persie kom Arsenal yfir á 23. mínútu en Robbie Keane jafnaði metin á 41. mínútu og þar við sat. Arsenal lék manni færri síðasta hálftímann eftir að Emmanuel Adebayor var vikið af velli.

Liverpool náði með jafnteflinu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Liðið hefur 39 stig en Chelsea hefur 37 og á leik til góða gegn Everton á morgun. Aston Villa er með 34 stig, Manchester United 33 og á tvo leiki til góða og Arsenal er í fimmta sætinu með 31 stig.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

10. Góð sókn hjá Liverpool endaði með föstu skoti frá Steven Gerrard rétt utan teigs sem Manuel Almunina varði.

14. Emmanuel Adebayor á fyrsta færi Arsenal en laus skalli frá honum hafnaði í höndunum á Pepe Reina.

23. MARK!! Robin van Persie kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki. Hollendingurinn fékk frábæra sendingu frá Samir Nasri inn á teiginn. Hann tók boltann vel niður og þrumaði honum í netið. Áttunda mark hans í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

41. MARK!! Robbie Keane þrumar knettinum upp í þaknetið eftir að hafa sendingu innfyrir vörn Arsenal frá Daniel Agger.20 milljón punda maðurinn fagnar gríðarlega en hann hefur máttþola mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

44. Steven Gerrard fékk dauðafæri eftir sendingu frá Dirk Kuyt en skot fyrirliðans rétt utan markteigs fór framhjá.

45. Howard Webb flautar til leikhlés. Staðan er jöfn, 1:1, í skemmtilegum fótboltaleik.

46. Arsenal verður að gera breytingu á liði sínu. Cesc Fabregas getur ekki haldið áfram vegna meiðsla og tekur Abou Diaby stöðu hans. Manuel Almunia markvörður er tekinn við fyrirliðabandinu.

47. Lucas á hörkuskot rétt utan teigs en Almunia gerir vel í því að verja.

61. RAUTT spjald!! Adebayor fær að líta sitt annað gula spjald og er því rekinn af velli.

Mikill kraftur er í Arsenal-liðinu og ekki að sjá að það sé manni færri.

86. Daniel Agger miðverði Liverpool er greinilega farið að leiðast þófið en Daninn átti þrumuskot að marki Arsenal þar sem boltinn smaug yfir þverslánna.

90. Leiknum er lokið, 1:1 er niðurstaðan.

Arsenal: Almunia, Sagna, Djourou, Gallas, Clichy, Denilson, Fabregas, Song Billong, Nasri, Adebayor, Van Persie. Varamenn: Fabianski, Diaby, Vela, Ramsey, Silvestre, Wilshere, Eboue.


Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Insua, Kuyt, Leiva Lucas, Alonso, Riera, Gerrard, Keane. Varamenn: Cavalieri, Hyypia, Benayoun, Babel, Ngog, Plessis, El Zhar. 

Denilson og Daniel Agger eigast hér við á Emirates Stadium.
Denilson og Daniel Agger eigast hér við á Emirates Stadium. Reuters
Emmanuel Adebayor og Robin van Persie leika í fremstu víglínu …
Emmanuel Adebayor og Robin van Persie leika í fremstu víglínu hjá Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert