Leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, lauk með markalausu jafntefli, þar sem liðsmenn Chelsea léku manni færri í 55 mínútur.
Fyrirliða Chelsea, John Terry, var vikið af velli á 35. mínútu fyrir ljóta tæklingu og virtust leikmenn Chelsea aldrei líklegir til afreka eftir það, þó svo þeir hafi haldið boltanum ágætlega innan liðsins.
Everton átti nokkur ágætis færi en tókst ekki aðnýta sér liðsmuninn. Þeir komu boltanum inn fyrir línuna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum, en Steven Pienaar reyndist réttilega rangstæður.
Everton er því enn í sjöunda sæti deildarinnar, með 26 stig, en aðeins munar einu stigi á Chelsea og Liverpool, sem er efst í deildinni með 39 stig.