Fowler á förum frá Blackburn

Robbie Fowler gæti farið til Grimsby.
Robbie Fowler gæti farið til Grimsby. Reuters

Robbie Fowler, sóknarmaðurinn gamalkunni, er á förum frá Blackburn Rovers en Sam Allardyce, knattspyrnustjóri félagsins, hefur ákveðið að framlengja ekki samning hans.

Fowler kom til Blackburn frá Cardiff í haust og samdi til áramóta og sá samningur er því að renna út. Hann var aðeins þrívegis í byrjunarliði Blackburn í úrvalsdeildinni á þessum tíma.

Forráðamenn 3. deildarfélagsins Grimsby hafa staðfest að þeir hafi boðið Fowler starf spilandi þjálfara hjá liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka