Segir ekkert samsæri í gangi gegn Manchester United

Ferguson er í fýlu út í enska knattspyrnusambandið og það …
Ferguson er í fýlu út í enska knattspyrnusambandið og það ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki það síðasta. Reuters

Triesman lávarður, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, segir ekkert samsæri í gangi gegn Manchester United, en Sir Alex Ferguson og félagar eru sambandinu reiðir vegna bannsins sem Patrice Evra fékk á dögunum.

„Ég tel að þeir (Manchester) séu í uppnámi, vissulega. Þeim líkaði ekki niðurstaðan og voru ekki alltof hrifnir af hvernig málið var framsett, sem er skiljanlegt, því að mínu mati hefðu þeir átt að fá að vita af því með fyrirvara. En það er ekkert samsæri í gangi,“ sagði Triesman.

Rannsóknarskýrslan sem unnin var í kjölfarið á uppákomunni á Stamford Brigde í fyrra, þegar kastaðist í kekki milli starfsmanna Chelsea og leikmanna United, var birt í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins, þar sem vitnisburður leikmanna og þjálfara United var harðlega gagnrýndur. Var þetta aðeins í annað skipti sem sambandið birtir slíka skýrslu í heild sinni og hefur Ferguson gagnrýnt sambandið fyrir vinnubrögðin og sagt að um einhverskonar samsæri væri að ræða.

 „

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert