Cesc Fabregas hefur staðfest að hann þarf ekki að gangast undir aðgerð vegna meiðsla í hnénu en í ljós kom í gær að hann er með slitið liðband og verður frá keppni næstu fjóra mánuðina.
Fabregas var til skoðunar hjá sérfræðingi í Barcelona og eftir hana sagði hann í samtali við spænska blaðið Marca að sérfræðingurinn hefði mælt með því að hann færi ekki undir hnífinn.
,,Ég verð frá keppni meira og minna næstu fjóra mánuðina en markmiðið er að koma til baka eins fljótt og mögulegt er svo ég geti hjálpað samherjum mínum,“ sagði Fabregas við Marca.