Knattspyrnumennirnir á Englandi verða á fullu nú um jólahátíðina eins og jafnan áður en tvær umferðir verða spilaðar áður en nýja árið gengur í garð.
Spennan á toppi og botni deildarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en í ár og ómögulegt er spá því hvaða lið kemur til með hampa titlinum í vor og hvaða lið kveðja deildina.
Það sem hefur einkennt tímabilið í ár er ,,stóru“ liðin fjögur, Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal eru ekki eins afgerandi og áður og munurinn á milli þeirra og annarra liða virðist vera að minnka. Aston Villa hefur gert sig gildandi í toppbaráttunni en strákarnir hans Martins O'Neill eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, hafa skotið Arsenal og Englandsmeisturum Manchester United ref fyrir rass og eru til alls líklegir.
Nánar er fjallað um enska boltann í Morgunblaðinu í dag.