Torres hugsanlega með í jólaleikjunum

Fernando Torres er allur að braggast.
Fernando Torres er allur að braggast. Reuters

Fernando Torres verður hugsanlega með Liverpool í leikjum þess um jólahátíðina en framherjinn snjalli hefur misst af síðustu fimm leikjum Liverpool vegna meiðsla. Torres er byrjaður að æfa á nýjan leik og möguleiki er á að hann komi eitthvað við sögu gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum hans í Bolton á öðrum degi jóla.

Javier Mascherano sem var fjarri góðu gamni í jafnteflisleik Liverpool og Arsenal um síðustu helgi hefur jafnað sig af veikindum og er klár í slaginn og þá er varnarmaðurinn Martin Skrtel að hefja æfingar en hann varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum.

Nú þegar jólin ganga í garð er Liverpool í toppsætinu og það í fyrsta sinn á þessum tíma síðan árið 1996. Takist Liverpool að vinna næstu tvo leiki sína verður það besti árangur liðsins um áramót í 19 ár eða frá því liðið vann enska meistaratitilinn síðast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert