Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki gera ráð fyrir að geta unnið þá fjóra stóru titla sem í boði eru á þessu keppnistímabili, en hann hefur þegar unnið heimsmeistarakeppni félagsliða.
United keppir sem er á fjórum vígstöðvum; í ensku úrvalsdeildinni, ensku bikarkeppninni, meistaradeildinni og í deildabikarnum.
„Að vinna einn stóran titil er undarlegt en ávallt skemmtilegt. En það er engin séns á að vinna alla fjóra titlana sem í boði eru. Við höfum tækifæri á því, sér í lagi ef við erum ennþá í öllum keppnunum í mars og apríl, en það er ekki raunhæft að ætla að við vinnum allar þessar keppnir. Ég mun ekki koma með einhverjar fáránlegar yfirlýsingar um að við getum unnið þær allar,“ sagði Ferguson.