Rautt fyrir að slá samherja

Ricardo Fuller, til vinstri, missti stjórn á skapi sínu í …
Ricardo Fuller, til vinstri, missti stjórn á skapi sínu í dag. Reuters

Ricardo Fuller, framherji Stoke City, lét skapið hlaupa með sig í gönur og fékk rauða spjaldið fyrir að slá samherja sinn þegar lið hans tapaði, 2:1, fyrir Íslendingafélaginu West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Stoke náði forystunni í byrjun leiks með marki frá Abdoulaye Faye en á 51. mínútu jafnaði Carlton Cole fyrir West Ham. Áður en leikurinn gat hafist að nýju voru Stokemenn orðinir einum færri því Fuller sinnaðist eitthvað við fyrirliða liðsins, Andy Griffin, og sló hann utanundir.

Mike Jones taldi sig ekki eiga annars úrkosta en að reka Fuller af velli. Það reyndist Stoke dýrkeypt og manni færri fékk liðið á sig annað mark undir lok leiksins, Diego Tristan skoraði þá og tryggði West Ham sigur og sex stig í jólaleikjunum tveimur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert