Pípulagningamaður setti heimsmet

Reuters

David Pratt leikmaður enska utandeildarliðsins Chippenham Town komst í heimsmetabækurnar um helgina. Pratt, sem er 21 árs gamall pípulagningamaður, fékk rautt spjald eftir aðeins þrjár sekúndur og er það heimsmet. Ítalinn Giuseppe Lorenzo átti þetta vafasama heimsmet en hann var rekinn af leikvelli eftir 10 sekúndur í leik með Bologna á Ítalíu gegn Parma árið 1990.

Pratt er framherji og beið hann spenntur eftir því að leikmenn Bashley myndu hefja leikinn. Boltinn barst til miðjumannsins Chris Knowles eftir upphafsspyrnuna, Pratt fylgdi í kjölfarið og braut afar illa á Knowles. Dómarinn Justin Amey lyfti rauða spjaldinu á loft og heimsmetið var staðreynd.

George McCaffrey talsmaður Chippenham segir að Pratt hafi komið öllum á óvart enda sé hann rólyndismaður í hinu daglega lífi.

Kevin Pressman fyrrum markvörður Sheffield Wednesdayátti metið á Bretlandseyjum en hann fékk rautt spjald eftir 13 sekúndur í leik gegn Úlfunum árið 2000. Í því tilviki tók Pressmann boltann með höndum utan vítateigs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert