Fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool og landsliðsmaður Englands, Steven Gerrard, hefur verið handtekinn af lögreglu fyrir slagsmál.
Var hann handtekinn um klukkan 2.30 í nótt á knæpu í Southport, ásamt fimm öðrum mönnum, fyrir að ráðast gegn 34 ára gömlum heimamanni, sem var færður alblóðugur í andliti á sjúkrahús, en ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða.
Hefur lögreglan staðfest að Gerrard hafi verið handtekinn fyrir grun um líkamsárás, en talsmaður Liverpool hefur neitað að tjá sig um málið.
Gerrard var hetja sinna manna í leik gegn Newcastle í gær, skoraði þar tvö mörk. Virðist hann hafa ætlað að fagna sigrinum í gærkvöldi, en Southport er skammt frá Liverpool og er vinsæll staður til afþreyingar hjá fótboltamönnum.
Meira um málið síðar.