Velur Pennant Wigan í stað Real Madrid?

Pennant í leik með Liverpool.
Pennant í leik með Liverpool. Reuters

Svo gæti farið að bekkjarsetuleikmaður Liverpool, vængmaðurinn Jermaine Pennant, fari til Wigan þegar félagsskiptaglugginn opnar, en honum bauðst til að ganga til liðs við Real Madrid í síðustu viku.

Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn hafna Real Madrid, hvað þá fyrir lið að stærðargráðu Wigan, með fullri virðingu fyrir því annars ágæta liði. 

En þar sem Juande Ramos fékk ekki Pennant til Real, er nú talið að hann ætli að kaupa Luis Antonio Valencia, kantmann Wigan, fyrir 14 milljónir punda, í félagsskiptaglugganum sem opnar á fimmtudag. Er talið að Steve Bruce, þjálfari Wigan, sjái sér leik á borði og ætli í staðinn að bjóða 2.5 milljónir punda í Pennant, sem gæti freistast, enda andar köldu milli hans og Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

Annar angi á sömu sögu er að Liverpool hyggist kaupa Emile Heskey frá Wigan og að Pennant fari í skiptum á móti. Heskey, sem nú er meiddur, gerði garðinn frægan á Anfield á árum áður án þess þó að skora mikið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert