Benítez: Átti gott samtal við Gerrard

Rafael Benítez ásamt Steven Gerrard og Jamie Carragher.
Rafael Benítez ásamt Steven Gerrard og Jamie Carragher. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segist standa þétt við bakið á Steven Gerrard fyrirliða liðsins í þeim vandræðum sem hann á í en Gerrard var í gær birt ákæra vegna líkamsárásar á krá í Soutport fyrr í vikunni.

Benítez var mættur á æfingasvæði Liverpool í dag í fyrsta sinn eftir aðgerð vegna nýrnasteina og á vef félagsins er viðtal við knattspyrnustjórann og þar segir hann meðal annars;

,,Steven er okkar fyrirliði og lykilleikmaður og ég þekki hann bara af hinu góða. Ég settist niður með honum í morgun og átti gott samtal við hann um stöðuna og þá átti ég líka spjall við lögfræðing félagsins. Steven útskýrði fyrir mér hvað gerðist og ég tjáði honum að hann ætti fullan stuðning hjá mér sem og öllum hjá félaginu.

Hann æfði með okkur í morgun eftir nokkurra daga frí og nú er hann algjörlega einbeittur á fótboltann. Við munum gera það sem við getum til að styðja Steven næstu vikurnar en núna erum við byrjaðir að einbeita okkur að bikarleiknum á móti Preston sem fram fer um komandi helgi,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert