Portsmouth hafnar risaboði frá Tottenham

Peter Crouch er einn þremenninganna sem Redknapp er sagður ásælast.
Peter Crouch er einn þremenninganna sem Redknapp er sagður ásælast. Reuters

Enska dagblaðið The Guardian segir í dag að bikarmeistarar Portsmouth hafi hafnað 30 milljón punda boði frá Tottenham Hotspur í þrjá leikmenn, Peter Crouch, Jermain Defoe og Glen Johnson.

Harry Redknapp, sem var knattspyrnustjóri Portsmouth um árabil, fékk þessa leikmenn alla til félagsins en hann flutti sig um set fyrr í vetur og tók við liði Tottenham.

The Guardian segir að forráðamenn Portsmouth hafi hafnaði tilboðinu umsvifalaust þar sem þeir hafi ekki talið það fullnægjandi hvað verðgildi þessara þriggja leikmanna varðaði. Talið hefur verið víst að Defoe verði seldur og bæði Aston Villa og Manchester City hafa sýnt honum mikinn áhuga en Portsmouth vill fá 15-20 milljónir punda fyrir hann einan.

Johnson hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Crouch hefur til þessa ekki verið talinn á leið frá félaginu, enda nýkominn til Portsmouth frá Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert