Portsmouth stendur ekki í vegi mínum

Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu.
Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu. Reuters

,,Staðan hefur ekkert breyst. Ég vil fara frá Portsmouth. Forráðamenn liðsins vita mína afstöðu og ég veit ekki til þess að það muni standa í veginum fyrir mér að komast í burtu,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hermann er ósáttur með stöðu sína hjá ensku bikarmeisturunum en hann hefur verið meira og minna úti í kuldanum allt tímabilið. Eyjamaðurinn sterki hefur aðeins leikið 5 af 20 leikjum Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tvo þeirra í byrjunarliði. Á síðustu leiktíð var Hermann fastamaður í liðinu sem varð bikarmeistari og þar með varð Hermann fyrsti Íslendingurinn sem hampar enska bikarnum.

Hermann segir við Morgunblaðið í dag að hann hafi fulla trú á að hann verði kominn til annars liðs í næsta mánuði.

Sjá nánar viðtal við Hermann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert