Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því í dag að Steven Gerrard fyrirliði liðsins verði með í leiknum gegn Preston í 3. umferð ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Deepdale vellinum í Preston á morgun. Þá verður Spánverjinn Fernando Torres í leikmannahópnum en hann verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar.
Gerrard komst í heimspressuna fyrr í vikunni, fyrst eftir að hafa skorað tvö mörk í glæsilegum 5:1 sigri gegn Newcastle og síðan fyrir að hafa verið handtekinn og ákærður fyrir líkamárás á krá í Southport.
Benítez hefur lýst yfir fullum stuðningi við Gerrard en þeir ræddu málin í fyrradag ásamt lögfræðingi félagsins en Gerrard á að mæta í réttarsalinn þann 23. þessa mánaðar.