Er biðin loksins á enda?

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og lykilmaður liðsins.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og lykilmaður liðsins. Reuters

Engum er alls varnað, allra síst æringjunum á netinu. Við gerð þessarar greinar rakst ég á eftirfarandi spurningu: Hvað er langt síðan Liverpool var á toppnum í ensku knattspyrnunni á jólunum? Og ekki stóð á svarinu: Árið sem Jesús Kristur kom í heiminn!

Þannig verða stórlið eins og Liverpool að gjalda. Ýmsir hafa meira yndi af því að sjá Rauða herinn engjast en eigið lið vinna sigra. En það er öðrum þræði ákveðinn gæðastimpill. Enginn myndi hafa veru Hull City eða Wigan Athletic á toppnum í flimtingum.

Að öllu gríni slepptu var Kristur löngu kominn og farinn þegar Liverpool vermdi toppsætið í Englandi síðast um þetta leyti. Það var fyrir tólf árum, jólin 1996. Það er að vísu ekkert sérstaklega hughreystandi fyrir stuðningsmenn félagsins að þann vetur lauk það keppni í fjórða sæti. Það gæti samt verið verra, tímabilið 1949-50 hafnaði Liverpool í áttunda sæti eftir að hafa verið fremst meðal jafningja um jólin. Það er met sem félagið deilir með Sunderland (1936-37) og Manchester United (1971-72).

Sjá ítarlega grein um Liverpool í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert