Liverpool og Everton mætast í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en rétt áðan var dregið til hennar. Takist Manchester United að leggja Southampton á eftir bíður liðsins heimaleikur á móti Tottenham, Arsenal sækir Cardiff heim og Chelsea mætir Ipswich á heimavelli takist liðinu að vinna Southend í endurteknum leik.
Fjögur utandeildalið eru enn eftir í keppninni og eitt þeirra, Torquay, leikur á heimavelli gegn Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Coventry. Kettering fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Fulham. Þá á Histon eftir að mæta Swansea en sigurliðið mætir Portsmouth eða Bristol City, og Blyth Spartans á eftir að mæta Blackburn en sigurliðið leikur við Sunderland á útivelli.
Drátturinn varð þessi:
Liverpool v Everton
Southampton/Man Utd v Tottenham
Hull/Newcastle v Millwall/Crewe
Sunderland v Blyth/Blackburn
Hartlepool v West Ham
Leyton Orient/Sheff Utd v Charlton/Norwich
Cardiff v Arsenal
Portsmouth/Bristol City v Histon/Swansea
Chelsea/Southend v Ipswich
Cheltenham/Doncaster v Aston Villa
West Brom/Peterborough v QPR/Burnley
Torquay v Coventry
Kettering Town v Fulham
Watford v Leicester/Crystal Palace
Derby County v Nottingham Forest
Birmingham City/Wolves v Middlesbrough
Leikirnir fara fram helgina 24. og 25. janúar.