Beckham á fyrir salti í grautinn

David Beckham í fyrsta leik sínum með AC Milan gegn …
David Beckham í fyrsta leik sínum með AC Milan gegn Hamburger í gærkvöld. Reuters

David Beckham er samkvæmt úttekt sem tímaritið FourFour Two hefur gert í efsta sæti á lista ríkustu knattspyrnumanna á Bretlandi. Eignir Beckhams eru metnar á 125 milljónir punda eða sem svarar 22,8 milljörðum íslenskra króna. Beckham er langefstur á listanum en næstur á eftir honum er Michael Owen en eigur hans eru metnar á 40 milljónir punda, 7,2 milljarða króna.

Beckham er á mála hjá bandaríska liðinu LA Galaxy en er í láni hjá ítalska stórliðinu AC Milan næstu þrjá mánuði og lék hann sinn fyrsta leik með liðinu í gær.

Þeir 15 ríkustu eru (tölurnar eru í pundum):

1 David Beckham - 125 milljónir
2 Michael Owen - 40
3 Wayne Rooney - 35
4 Rio Ferdinand - 28
4 Robbie Fowler - 28
4 Sol Campbell - 28
7 Ryan Giggs - 23
8 Michael Ballack - 20
8 Frank Lampard - 20
10 Steven Gerrard - 19

Eignir Cristiano Ronaldo hjá Manchester United eru metnar á 18 milljónir punda og þar á eftir kemur John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, en eignir hans eru metnar á 17 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert