Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United lenti í umferðaróhappi í göngum nálægt flugvellinum í Manchester í morgun. Ronaldo ók Ferrari sportbíl sínum á vegartálma en Portúgalinn slapp án meiðsla og var mættur á æfingu hjá Englandsmeisturum skömmu síðar.
Lögreglan í Manchester greindi frá því að samherji Ronaldos í Manchester United-liðinu, Edwin van der Sar, hefði verið fyrir aftan Ronaldo á Bentley bifreið sinni en hann sakaði ekki.
Öndundarsýni var tekið af portúgalska knattspyrnukappanum og niðurstaða úr því var neikvæð en lögreglan vinnur að rannsókn hvað orskaði umferðaróhappið.