Manchester United best og enska úrvalsdeildin sterkust

Leikmenn Manchester United fagna enska meistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Leikmenn Manchester United fagna enska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Reuters

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er sterkasta deild í heimi samkvæmt mati Alþjóðasambands knattspyrnusagnfræðinga og tölfræðinga fyrir árið 2008 og Englands- Evrópu og heimsmeistarar Manchester United er sterkasta félagsliðið í veröldinni að þeirra mati. Íslandsmeistarar FH eru í 343. sæti á listanum og Landsbankadeildin er í 91. sæti á styrkleikalistanum.

Tíu sterkustu deildirnar eru:

1. Enska úrvalsdeildin 1.192
2. Ítalska A-deildin 1.031
3. Argentínska 1. deildin 1.020
4. Spænska 1. deildin 952
5. Brasilíska 1. deildin 942
6. Þýska 1. deildin 922
7. Franska 1. deildin 847
8. Mexíkóska 1. deildin 683
9. Portúgalska 1. deildin 649,5
10. Úkraínska 1. deildin 620
91. Landsbankadeildin 214

Tíu sterkustu félagsliðin eru:

1. Manchester United (England) 292
2. Bayern München (Þýskaland) 272
3. Liverpool (England) 267
4. Barcelona  (Spánn) 266
5. Boca Juniors (Argentína) 266
6. Chelsea (England) 253
7. Roma (Ítalía) 240
8. CA Estudiantes (Argentína) 230
8. Fiorentina (Ítalía) 230
10. Sao Paulo (Brasilía) 223
--------------------------------------------
343. FH (Ísland), Sunderland (England) 62

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert