Markalaust hjá Stoke og Liverpool

Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu hjá Liverpool í …
Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu hjá Liverpool í dag. Reuters

Stoke City og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Britannia leikvanginum í Stoke í kvöld. Liverpool missti þar með af góðu tækifæri til að auka enn frekar forskot sitt á Chelsea og Manchester United.

Liverpool er með 46 stig, Chelsea 42, Aston Villa 41 og Manchester United 38 stig en United og Chelsea mætast á Old Trafford á morgun. Stigið fleytti Stoke uppúr fallsæti úrvalsdeildarinnar, með 21 stig.

Bein textalýsing frá leiknum.

Stoke fékk sannkallað dauðafæri á 12. mínútu þegar Rory Delap átti þrumuskot í þverslá af stuttu færi. Annars var fátt um færi í fyrri hálfleik og staðan 0:0 að honum loknum.

Liverpool slapp aftur með skrekkinn á 50. mínútu þegar Dave Kitson lék framhjá José Reina markverði hægra megin í vítateignum en skaut í hliðarnetið.

Steven Gerrard átti þrumuskot í þverslána á marki Stoke úr aukaspyrnu á 84. mínútu. Gerrard var aftur á ferð á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar hann skaut í stöng. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Lið Stoke: Thomas Sörensen - Andy Wilkinson, Abdoulaye Faye, Ryan Shawcross, Danny Higginbotham - Rory Delap, Amdy Faye, Glenn Whelan, Matthew Etherington - Richard Cresswell, Dave Kitson.
Varamenn: Steve Simonsen, Andy Griffin, Seyi Olofinjana, Salif Diao, Liam Lawrence, Michael Tonge, Ibrahima Sonko.
*Diao meiddist í upphitun og Whelan byrjar í hans stað.

Lið Liverpool: José Reina - Jamie Carragher, Sami Hyypiä, Martin Skrtel, Fabio Aurelio - Yossi Benayoun, Lucas Leiva, Steven Gerrard, Javier Mascherano, Albert Riera - Dirk Kuyt.
Varamenn: Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Robbie Keane, Fernando Torres, Ryan Babel, Damien Plessis, Nabil El Zhar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert