Ferdinand gat ekki leikið gegn Chelsea

Rio Ferdinand er ekki orðinn góður í bakinu.
Rio Ferdinand er ekki orðinn góður í bakinu. Reuters

Rio Ferdinand, enski landsliðsmiðvörðurinn, gat ekki leikið með Manchester United gegn Chelsea í stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eins og til stóð.

Ferdinand hefur misst af síðustu leikjum United vegna meiðsla í baki sem hann varð fyrir í upphitun fyrir leik liðsins gegn Stoke á öðrum degi jóla. Þegar til kom, skömmu fyrir leikinn í dag, tóku bakverkirnir sig upp að nýju. Jonny Evans, sem hefur leyst Ferdinand af hólmi í síðustu leikjum, var því áfram í byrjunarliðinu í dag.

Ferdinand fer til sérfræðings á morgun til að reyna að fá nánari skýringar á meiðslunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert