Lykilmenn tilbúnir í slaginn í dag

John Terry fékk langt jólafrí eftir að hafa fengið rauða …
John Terry fékk langt jólafrí eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Reuters

Bæði Manchester United og Chelsea endurheimta lykilmenn í sínum liðum, sem hafa verið í leikbönnum eða meiddir, fyrir slaginn stóra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hefst á Old Trafford klukkan 16 í dag.

John Terry, fyrirliði Chelsea, er laus úr þriggja leikja banni og Michael Ballack eftir eins leiks bann.

Hjá Manchester United hefur Patrice Evra afplánað fjögurra leikja bann og er með á ný, og þá er Rio Ferdinand tilbúinn í slaginn eftir að hafa misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla í baki.

Félögin verða því með sína sterkustu menn, nema hvað Owen Hargreaves og Wes Brown eru fjarverandi hjá United og Florent Malouda hjá Chelsea, vegna meiðsla.

Leikmannahóparnir eru þannig skipaðir:

Man Utd: Van der Sar, Kuszczak, Foster, Neville, Rafael, Vidic, Ferdinand, Evans, Evra, O'Shea, Ronaldo, Nani, Fletcher, Carrick, Tévez, Scholes, Giggs, Park, Berbatov, Rooney, Welbeck, Gibson, Possebon.

Chelsea: Cech, Cudicini, Hilario, Bosingwa, Ferreira, Ivanovic, Terry, Alex, Mancienne, A. Cole, J. Cole, Obi, Lampard, Kalou, Anelka, Drogba, Stoch, Carvalho, Di Santo, Deco, Mineiro, Belletti, Ballack.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert