Ronaldo: Tileinka verðlaunin fjölskyldu minni

Cristiano Ronaldo tekur við verðlaunum úr hendi brasilísku goðsagnarinnar Pele.
Cristiano Ronaldo tekur við verðlaunum úr hendi brasilísku goðsagnarinnar Pele. Reuters

,,Það er draumur að rætast hjá með því að hljóta þessi verðlaun og ég vil tileinka þau fjölskyldu minni," sagði Cristiano Ronaldo eftir að vera útefndur knattspyrnumaður ársins 2008 af Alþjóða knattspyrnusambandinu í kvöld. Hann er annar Portúgalinn sem hlýtur þessa viðurkenningu að Luis Figo varð fyrir valinu.

„Árið var frábært hjá mér og félagi mínu. Þjálfarinn var mér mjög mikilvægur því ég lærði mikið af honum. Reynsla hans er ómetanleg og það eru forréttindi að hafa svona frábæran knattspyrnustjóra,“ sagði Ronaldo sem hlaut 935 atkvæði í fyrsta sæti, Lionel Messi varð annar með 678 atkvæði og Fernando Torres þriðji með 203 atkvæði.

,,Ég er ánægður og stoltur yfir því sem okkur hefur tekist að vinna. Samherjar mínir eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og ég tel mig afar heppinn að vera hluti af jafnfrábæru liði og Manchester United er,“ sagði Ronaldo sem bar einnig lof á Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóra Chelsea en Ronaldo lék undir hans stjórn með portúgalska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert