Nýr samningur er í burðarliðnum hjá Liverpool og knattspyrnustjóranum Rafael Benítez. Knattspyrnustjórinn hefur komist að samkomulagi við forráðamenn Liverpool um lengd nýja samningsins og launakjör en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan í júní 2004.
,,Við höfum komist að samkomulag um lengd samningsins og höfum komist að niðurstöðu hvað launamálin varðar. Það eru nokkrir lausir endar sem við eigum eftir að ganga frá áður en ég skrifa undir samninginn,“ segir Benítez í samtali við enska blaðið Liverpool Echo og neitar því að lent upp á kant við Tom Hicks og George Gillett, eigendur félagsins, eins og sumir fjölmiðlar hafa ýjað að.