Evra frá keppni í þrjár vikur

Patrice Evra verður enn frá keppni, nú vegna meiðsla.
Patrice Evra verður enn frá keppni, nú vegna meiðsla. AP

Patrice Evra, franski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Manchester United, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla á fæti sem hann varð fyrir í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn.

Evra tognaði einmitt þegar hann átti glæsilega sendingu fyrir mark Chelsea, sem Wayne Rooney nýtti sér vel og kom United í 2:0. Hann missir af fimm næstu leikjum Manchester United sem eru gegn Wigan, Bolton og WBA í úrvalsdeildinni, Derby í undanúrslitum deildabikarsins og Tottenham í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Hann var nýkominn inní lið United á ný eftir að hafa fengið fjögurra leikja keppnisbann sem þýddi að hann lék ekkert með liðinu um jól og áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert