Kaká hafnar Manchester City

Brasilíumaðurinn Kaka.
Brasilíumaðurinn Kaka. Reuters

Brasilíumaðurinn Kaká, hjá AC Milan, hefur hafnað tilboði Manchester City og segist vilja vera áfram hjá Mílanóliðinu.

Þetta kemur fram á vef AC Milan.

 „Ég vil verða gamall hjá Milan. Markmið mitt er að verða fyrirliði liðsins í framtíðinni. City? Ég hef hafnað stórum tilboðum áður,“ sagði Kaká við Sport Mediaset sjónvarpsstöðina, sem er í eigu Silvio Berlusconi, forseta AC Milan.

Samkvæmt þessu mun AC Milan hafa tekið tilboði City, sem talið er að hafi hljóðar upp á 100 milljónir punda, en leikmaðurinn sjálfur hafi gert vonir City að engu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert