Manchester City er sagt hafa gert AC Milan tilboð upp á 91 milljón punda, fyrir þjónustu Kaká, Gattuso og Dida.
Þetta segir á vefsíðu The Guardian í dag.
Sendinefnd á vegum City er nú í Milanóborg, hvar þeir freista ítalska liðsins með olíupeningum sjeiksins Mansour bin Zayed Al Nahyan, eiganda Manchester City.
Nýjustu fregnir herma, að tilboð þeirra hljóði upp á 91 milljón punda, en þeir Gattuso og Dida eru hluti af því tilboði.
Gattuso, 31 árs, er meiddur sem stendur, en Dida, 35 ára, hefur misst sæti sitt í liðinu.
Fréttir eru þó enn óljósar og óstaðfestar, en einnig hefur heyrst að City hafi boðið 175 milljónir punda, fyrir Kaká og Dida, og að vikulaun Kaká verði 250.000 - 500.000, eftir hvaða vefmiðill segir frá.
Umboðsmaður Kaká segir að leikmaðurinn muni ekki láti freistast af peningum, heldur vilji hann aðeins fara til liðs sem hafi sama metnað og hann sjálfur, ólíkt landa hans Robinho.
Staðreyndir málsins eru þó þær, að Silvio Berlusconi, hefur sagt að hann vilji ekki selja leikmanninn. Kaká hefur þó gefið í skyn að undanförnu, með óbeinum hætti, að hann kunni að vilja frá félaginu.
Ljóst er að AC Milan liðið þarf ekkert sérstaklega á peningunum að halda, þeim mun meira þarf það á þjónustu Kaká að halda, enda liðið níu stigum frá erkifjendunum í Inter, í ítölsku deildinni.
Dýrustu leikmannakaupin hingað til, í pundum talið:
Zinedine Zidane: Juventus - Real Madrid, £46m, 2001
Luis Figo: Barcelona - Real, £38m, 2000
Hernan Crespo: Parma- Lazio, £35.5m, 2000
Gianluigi Buffon: Parma - Juventus, £32.6m, 2001
Robinho: Real Madrid - Manchester City, £32.5m, 2008