Blackburn fær Frakka lánaðan

Gael Givet virðir fyrir sér Evrópubikarinn eftir að hafa tapað …
Gael Givet virðir fyrir sér Evrópubikarinn eftir að hafa tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2004 með Mónakó. Reuters

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers hefur fengið franska knattspyrnumanninn Gael Givet lánaðan frá Marseille út þetta keppnistímabil, með forkaupsrétti á honum í vor.

Givet er 27 ára gamall varnarmaður sem leikur ýmist sem miðvörður eða vinstri bakvörður. Hann á að baki 13 landsleiki fyrir Frakkland og var fastamaður hjá Marseille síðasta vetur, eftir að hafa leikið með Mónakó í 10 ár þar á undan, en hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna ósættis við þjálfara liðsins, Eric Gerets.

Givet lék með Mónakó í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2004 þegar liðið beið lægri hlut fyrir José Mourinho og hans mönnum í Porto.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert