Alex Ferguson: Besti staðurinn að vera á

Grétar Rafn Steinsson í baráttu við Carlos Tévez á Reebok …
Grétar Rafn Steinsson í baráttu við Carlos Tévez á Reebok í dag. Reuters

,,Ég ætlaði að taka Carlos útaf rétt áður en hann lagði upp markið," sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir 1:0 sigur liðsins gegn Bolton á Reebok í dag en með sigrinum velti Manchester United liðið Liverpool úr toppsæti úrvalsdeildinni.

,,Danny Welbeck er stór og stæðilegur og ég ætlaði að skipta honum inná fyrir Tévez því ég vonaðst til að hann gæti skorað eftir fyrirgjöf. Ég er alltaf reiðubúinn að taka áhættu og kannski er þetta ný taktik að vera með mann tilbúinn á hliðarlínunni. Að vera á toppnum núna ræður ekki úrslitum en það er alltaf gott því þetta er besti staðurinn að vera á. Það er mikið álag á okkur þessa dagana en við erum með góðan og breiðan hóp,“ sagði Ferguson en Wayne Rooney, Patrice Evra og Rio Ferdinand voru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Ferguson var ánægður að Jonny Evans gæri spilað en það var ekki ljóst fyrr en í morgun hvort hann og Tévez gætu leikið vegna meiðsla.

,,Ég var virkilega ánægður með að Jonny skyldi vera klár í slaginn. Hann hefur verið frábær og hann skilaði frábæru verki með Nemanja Vidic í vörninni,“ sagði Ferguson en 10. leikinn í röð hélt Manchester United marki sínu hreinu og liðið jafnaði met Chelsea sem lék sama leik tímabilið 2004-05.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert