Manchester United í toppsætið - Lampard bjargaði Chelsea

Chris Basham reynir að stöðva Cristiano Ronaldo.
Chris Basham reynir að stöðva Cristiano Ronaldo. Reuters

Dimitar Berbatov var hetja Manchester United þegar liðið marði Bolton, 1:0, á Reebok vellinum í Bolton. Berbatov skoraði sigurmarkið með skalla af stuttu færi eftir sendingu frá Carlos Tevez á 88. mínútu og með sigrinum skaust United í toppsætið. Mikil dramatík var á Stamford Bridge þegar Chelsea sigraði Stoke, 2:1, þar sem Frank Lampard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Meistarar Manchester United þurftu að hafa fyrir sigrinum á Bolton en Berbatov skoraði undir lok leiksins eftir að meistararnir höfðu gert harða hríð að marki Bolton. United jafnaði met Chelsea en liðið hélt hreinu 10. leikinn í röð í úrvalsdeildinni en Chelsea lék sama leik tímabilið 2004-05.

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton og var einn besti maður liðsins en markvörður liðsins Jussi Jaaskelainen var bestur.

Chelsea komst í hann krappann gegn Stoke á heimavelli en tvö mörk undir lokin tryggðu Chelsea sigurinn. Eftir að Rory Delap hafði náð forystu fyrir Stoke á 60. mínútu jafnaði Belletti metin á 88. mínútu og Frank Lampard skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma í sínum 400. leik fyrir Chelsea.

Aston Villa heldur áfram að gera góða hluti en liðið lagði Sunderland á Leikgangi ljóssins, 2:1, eftir að hafa lent undir. James Milner jafnaði fyrir Villa og Gareth Barry skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að Ashley Young hafði verið vikið af leikvelli.

Pablo Zabaleta tryggði Manchester City sigurinn með marki á 54. mínútu en einni mínútu síðar var Richard Dunne sendur af velli með rautt spjald.

Úrslitin í dag:

Bolton - Manchester United,0:1  bein lýsing

Chelsea - Stoke, 2:1 bein lýsing

Sunderland - Aston Villa, 1:2 bein lýsing

Blackburn - Newcastle, 3:0  bein lýsing

Manchester City - Wigan, 1:0 bein lýsing

WBA - Middlesbrough, 3:0 bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert